Um vörur

Hægt er að halda utan um vörulista til að auðvelda sér lífið þegar kemur að efnis- eða kostnaðarskráningum.

Þegar vara hefur verið vistuð er hægt að leita eftir henni við efnisskráningar til að flýta fyrir.

Þá þarf einungis að tilgreina magn og skráningin er klár.

Sjá nánar hér: ✨ Efni / kostnaður

[v. 1.0.16] Hægt er að raða vörulistanum eftir annað hvort nafni eða einingu eftir þörfum.

CleanShot 2025-11-18 at 06.28.57.gif


Ný vara

Til að búa til nýja vöru getur þú farið í Meira → Vörur → Ný vara

Það sem þarf til er nafn á vöru.

Þó er einnig hægt að skrá eftirfarandi viðbótarupplýsingar:

Einnig er hægt að skrá eða uppfæra vörur í efnisskráningar ferlinu sjálfu. Sjá nánar hér: Vörulisti

CleanShot 2025-11-18 at 06.31.42.gif


Breyta eða eyða vörum

Að breyta vöru

Til að breyta vöru smellirðu á pennatáknið fyrir valda vöru.

Að loknum breytingum velur þú Vista til að staðfesta þær.

CleanShot 2025-11-18 at 06.37.54.gif


Að eyða vöru

Til að eyða vöru smellirðu á ruslatáknið fyrir valda vöru.

Þú þarft síðan að staðfesta aðgerðina til að hún taki gildi.

CleanShot 2025-11-18 at 06.40.45.gif


[v. 1.0.16] Að eyða mörgum vörum

Ef þörf er á að eyða mörgum vörum í einu er það gert mep því að smella á listatáknið uppi í hægra horninu á vörusíðunni.

Þú velur þær vörur sem þú ætlar að eyða og staðfestir svo.

CleanShot 2025-11-18 at 06.43.02.gif


[v. 1.0.16] Hlaða upp vörum úr Excel

<aside> ℹ️

Athugið að þessu aðgerð er einungis í boði í vefviðmóti Verklag

</aside>

Ef þú ert ekki með samtengingu við annað kerfi, eins og Payday, getur verið tímafrekt að slá inn hverja og eina vöru handvirkt. Til að einfalda ferlið bjóðum við upp á möguleikann á að hlaða upp vörum úr Excel.