Efnisyfirlit


Um skráningu efnis / kostnaðar

Hægt er að skrá efni eða kostnað á verk á sama tíma og tímar eru skráðir.

Til að gera það smellir þú á Skrá tíma og svo Efni.

ScreenRecording2024-12-10at07.20.58-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif


Vörulisti

Ef um er að ræða efni eða kostnað sem er algengt í notkun hjá þínu fyrirtæki getur þú valið að vista í vörulista.

Það er gert með því að haka í boxið neðst á skjánum.

Þú getur einnig sett inn kostnaðarverð og söluverð fyrir hverja vöru en það er valkvæmt.

Eftir að varan hefur verið vistuð er svo hægt að velja hana úr efst á skjánum.

ScreenRecording2024-12-10at07.37.28-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif


Að uppfæra vörur úr vörulista

Ef þú velur vöru úr vörulista og breytir verðinu, þá færðu möguleika á því að uppfæra vöruna.

Þú getur svo alltaf skoðað þínar vörur undir Meira → Vörur

Þar er svo hægt að bæta við, breyta eða eyða vörum.

Sjá einnig: Vörur

ScreenRecording2024-12-10at07.54.17-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif


Handvirk skráning

Ef að efnis- eða kostnaðar liðurinn hefur ekki verið forskráður í vörulista getur þú notast við handvirka skráningu.

Þá er nauðsynlegt að skrá inn nafn og magn.

Hægt að velja einingu ef við á.

Ef að einingin er ekki til í kerfinu er auðvelt að bæta henni við á þar til gerðum skjá eða undir Meira → Virkni og verkstillingar → Efniseiningar.

Þú getur einnig sett inn kostnaðarverð og söluverð fyrir hverja vöru en það er valkvæmt.

Þegar allar upplýsingar hafa verið fylltar út er smellt á ‘Vista’ og þá bætist við efnislína á tímaskráninguna.

ScreenRecording2024-12-10at08.11.08-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif


Velja úr vörulista

Þú getur leitað að efni sem hefur verið forskráð í vörulista efst í skráningarflæðinu.

Þegar vara er valin úr vörulista er búið að fylla út allar helstu upplýsingar.

Þá er bara eftir að fylla út magn og smella svo á Vista

ScreenRecording2024-12-10at08.24.50-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif