Efnisyfirlit


Um yfirlit og fjarveru

Til að sjá yfirlit yfir þínar skráningar smellir þú á dagatals hnappinn í valmyndinni neðst á skjánum.

Efst á skjánum getur þú flett á milli mánaða og þar fyrir neðan er hægt að velja á milli þess að skoða yfirlit fyrir tíma, efni / kostnað og fjarveru.

Þá er einnig hægt að fletta á milli síðna með því að ’swipe-a’ á skjánum.

ScreenRecording2024-12-08at10.48.28-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif


Tímar

Hér sérðu hversu marga tíma þú hefur unnið fyrir tiltekinn mánuð og hvernig hlutfallið er gagnvart heildartímum sem ætlast er til af þér.

Einnig sérðu heildarfjölda tíma eftir tegund, þ.e. dagvinna, yfirvinna og fjarvera.

Þá getur þú smellt á hvert verk fyrir sig og séð sundurliðun á tímunum þínum eftir dögum.

Hægt er að smella á hverja flís og skoða nánari upplýsingar um tímaskráninguna.

ScreenRecording2024-12-08at10.51.14-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif


Efni / kostnaður

Þessi síða er ekki ósvipuð því sem þú finnur undir Tímar.

Þú sérð í raun öll þau verk sem innihalda þínar efnisskráningar og undir hverju verki getur þú svo séð sundurliðun á þeim tímaskráningum.

ScreenRecording2024-12-08at10.56.12-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif


Fjarvera

Þegar þú skráir fjarveru getur þú valið á milli þess að skrá fyrir stakan dag annars vegar, og tímabil hins vegar.

Til að skrá fjarveru þarft þú að velja

Þá er einnig hægt að láta fylgja með athugasemd til skýringar.

Athugið að þegar fjarveran hefur verið skráð, að þá verður til beiðni sem að stjórnandi þarf að samþykkja.

Þegar að stjórnandi samþykkir eða hafnar fjarverubeiðni þinni færð þú svo tilkynningu í símann þinn.

image.png

ScreenRecording2024-12-08at11.02.41-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif