<aside> 💡
Aðeins stjórnendur geta stofnað ný verk.
</aside>
Það eru tvær leiðir til að skrá nýtt verk.
Fyrri leiðin er á ‘Verk’ skjánum (þriðji hnappurinn í valstikunni). Smellt er á ‘Skrá verk’ neðst á skjánum
Seinni leiðin er svo í gegnum tímaskráninguna sjálfa. Þá er sama aðgerð og hér að ofan í boði á staðnum þar sem þú velur hvaða verk þú ætlar að skrá tíma á.

<aside> 💡
Aðeins stjórnendur geta breytt eða eytt verkum.
</aside>
Hægt er að breyta eða eyða verkum á yfirlits skjánum fyrir viðeigandi verk.
Athugið að ekki er hægt að eyða verkum sem innihalda tíma- eða efnisskráningar. Að sama skapi er ekki hægt að eyða verkum sem búið er að búa til reikninga fyrir.

Til að sjá yfirlit yfir verk smellir þú á þriðja hnappinn í valmyndinni neðst á skjánum.
Hér sérð þú öll verk eftir stöðu
Þá er einnig hægt að leita að verkum eftir nafni.
Ef að þitt fyrirtæki hefur valið að skrá starfsmenn sérstaklega á hvert verk, þá munt þú einnig sjá **Mín verk.
Sjá nánar hér:** Geta skráð starfsmenn á verk

Til að hjálpa til við skipulag og forgangsröðun er í boði að endurraða verkefnalistunum undir ‘Í vinnslu’ og ‘Framundan’.
Til að færa flís til í lista er smellt á táknið lengst til hægri á flísinni, haldið inni og loks dregið flísina á tilætlaðan stað.

Hægt er að velja tiltekið tímabil fyrir hvert verk.
Grunnstillingin er upphaf verks til dagsins í dag.
<aside> ❕
Þegar reikningur hefur verið búinn til fyrir valið tímabil mun grunnstillingin taka mið af honum.
Dæmi: Þú býrð til reikning fyrir 1. - 31. janúar. Næst þegar þú opnar verkið mun valið tímabil vera frá 1. febrúar til dagsins í dag.
</aside>
Ef að tímabili er valið, til dæmis núverandi mánuður, þá eru bara birtar upplýsingar (s.s. tímar, efni o.s.frv.) sem tilheyra tímabilinu.
