Efnisyfirlit


Yfirlit

Til að sjá yfirlit yfir verk smellir þú á þriðja hnappinn í valmyndinni neðst á skjánum.

Hér sérð þú öll verk eftir stöðu

Ef að stjórnandi hefur valið að skrá starfsmenn sérstaklega á hvert verk, þá munt þú einnig sjá Mín verk.

Þá er einnig hægt að leita að verkum eftir nafni.

CleanShot 2025-10-22 at 13.20.50.gif


Upplýsingar um verk

Til að sjá upplýsingar um verk er einfaldlega smellt á flísina fyrir verkið.

Hér sérðu til dæmis upphafstíma og verklok, viðskiptavin og staðsetningu á verkinu.

Þá eru einnig tvær aðgerðir í boði

image.png

CleanShot 2025-10-22 at 13.22.28.gif


Verksaga

Um verksögu

Fyrir hvert verk er að finna verksögu.

Hér getur þú sett inn athugasemdir eða myndir sem tengjast verkinu með því að smella á plúsinn.

Þetta getur verið gagnlegt upp á gæðastjórnun og samskipti.

Einnig ef langt er í upphaf verks þá er gott að geta punktað niður hluti sem mikilvægir eru þegar farið er af stað.

CleanShot 2025-10-22 at 13.23.54.gif


Myndir

Hægt er að setja inn margar myndir í einu með því að velja úr myndaalbúmi og þá er hægt að smella á hverja mynd til að skoða í stærri glugga.

Hægt er að vista myndir með því að smella á myndina og halda inni í smá stund.

Frá útgáfu 1.0.8 geta almennir notendur einnig eytt þeim myndum sem þeir hafa sjálfir sett inn.

CleanShot 2025-10-22 at 13.29.10.gif


Athugasemdir

Hægt er að setja athugasemdir inn í verksöguna með því að smella á plúsinn hægra megin og velja svo athugasemd.

Þú getur breytt eða eytt þínum eigin athugasemdum með því að smella á hana.

CleanShot 2025-10-22 at 13.31.39.gif