Verklag styður bæði tímaskráningu með stimpilklukku og handvirka skráningu.
Gott er að byrja á því að ganga úr skugga um að réttur dagur sé valinn.
Þú getur kallað fram daginn í dag með því að smella á dagatalið efst á skjánum.
Ekki er hægt að skrá tíma fram í tímann.
Til að skrá tíma, smellið á Skrá tíma hnappinn neðst á skjánum.
Þú getur stillt hvort þú vilt handvirka skráningu eða stimpilklukku undir:
Meira → Verkstillingar og virkni → Nota stimpilklukku
Þegar notast er við stimpilklukku þurfa eftirfarandi reitir að vera fylltir út:
Aðrir reitir sem í boði eru: - Tegund skráningar
Þegar þú hefur fyllt út þá reiti sem þarf til smellir þú á Skrá tíma og stimpilklukkan fer í gang.
Ef þið notið stimpilklukku hjá þínu fyrirtæki er hægt að notast við flýtileið til að skrá tíma.
Ef þú ert að fara að gera það sama og þú varst í gær er hægt að smella á fyrri færslur til að afrita og byrja í dag.
Handvirk tímaskráning er í sjálfu sér alveg eins og stimpilklukkuskráning nema nú setur þú tímana þína inn handvirkt.
Hægt er að nota plús / mínus takkana til að auka eða bæta við tímana.
Þú getur stillt hve mikið bætist við eða dregst frá undir Meira → Stillingar → Tímaeining
Þá getur þú einnig smellt á reitinn og slegið inn tímafjöldann.