Efnisyfirlit


Um tímaskráningar

Verklag styður bæði tímaskráningu með stimpilklukku og handvirka skráningu.

Hvort er í boði fer eftir hvora leið fyrirtækið þitt hefur ákveðið að velja.

Gott er að byrja á því að ganga úr skugga um að réttur dagur sé valinn.

Þú getur kallað fram daginn í dag með því að smella á dagatalið efst á skjánum.

Ekki er hægt að skrá tíma fram í tímann.

Til að skrá tíma, smellið á Skrá tíma hnappinn neðst á skjánum.

ScreenRecording2024-12-08at11.11.54-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif


Tímaskráning með stimpilklukku

Þegar notast er við stimpilklukku þurfa eftirfarandi reitir að vera fylltir út:

Aðrir reitir sem í boði eru: - Tegund skráningar

Þegar þú hefur fyllt út þá reiti sem þarf til smellir þú á Skrá tíma og stimpilklukkan fer í gang.

ScreenRecording2024-12-08at11.14.59-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif


Stimpillklukka - Byrja í dag

Ef þið notið stimpilklukku hjá þínu fyrirtæki er hægt að notast við flýtileið til að skrá tíma.

Ef þú ert að fara að gera það sama og í gær er hægt að smella á fyrri færslur til að afrita og byrja í dag.

ScreenRecording2025-01-21at08.12.37-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif


Handvirk tímaskráning

Handvirk tímaskráning er í sjálfu sér alveg eins og stimpilklukkuskráning nema nú setur þú tímana þína inn handvirkt.

Hægt er að nota plús / mínus takkana til að auka eða bæta við tímana.

Þú getur stillt hve mikið bætist við eða dregst frá undir MeiraStillingarTímaeining

Þá getur þú einnig smellt á reitinn og slegið inn tímafjöldann.

ScreenRecording2024-12-08at11.18.55-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif


Tegund skráningar

Í dag eru þrjár tegundir af skráningum sem hægt er að velja úr

Almennt

Almennar tímaskráningar

Þessi valmöguleiki er mest notaður og er því forvalinn.

Aukaverk

Hugsað fyrir þá sem eru að vinna í tilboðsverkum. Stundum koma upp þær aðstæður að það þarf að gera hluti sem ekki falla undir tilboð og er þá gott að geta haft skýra aðgreiningu á milli skráninga.

ScreenRecording2024-12-08at11.23.05-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif

Akstur og tæki

Hægt er að skrá tíma sérstaklega á tæki.

Undir þetta gæti til dæmis fallið akstur á milli staða eða notkun tækja sem tekið er sérstakt gjald fyrir.

Þegar þessi tegund skráningar er valin þarf einnig að velja tækið sem um ræðir.

Ef að tækið er selt út á kílómetragjaldi þarf einnig að slá inn kílómetrafjölda.

Þegar tímar eru skráðir á tæki, þá verður til efnis/kostnaðar lína fyrir það og kemur þannig fram á kostnaðaryfirlit.

ScreenRecording2024-12-08at11.57.50-ezgif.com-video-to-gif-converter.gif