Til að komast í stillingar smellir þú á aftasta hnappinn á valmyndinni neðst á skjánum.



Hægt er að breyta áskrift með því að smella á blýants hnappinn efst til hægri á síðunni.
Þá ferðu á síðu þar sem þú getur valið um áskriftarleið út frá fjölda starfsmanna.
<aside> 💡
Í flestum tilfellum er ekki þörf á því að breyta áskrift þar sem að hún uppfærist sjálfkrafa í hverjum mánuði eftir því hve margir starfsmenn hafa verið virkir.
</aside>

Hægt er að velja um hvort þú viljir fá reikninga senda á rafrænu formi (XML) með því að haka í boxið fyrir neðan val á fjölda starfsmanna.

Til að segja upp áskrift smellir þú á rauða X hnappinn efst á síðunni til hægri og staðfestir svo.
Uppsögnin þín mun svo taka gildi þegar núverandi áskriftartímabili er lokið.
