Til að komast í stillingar smellir þú á fjórða hnappinn í valmyndinni neðst á skjánum og velur svo ‘Stillingar’
Þessi stilling gefur til kynna hversu marga tíma þú vinnur á dag að jafnað.
Hún er svo notuð fyrir útreikninga á yfirlits síðunni þinni fyrir tímaskráningar.
Þessi stilling á einungis við notendur sem ekki notast við stimpilklukku.
Hún stýrir því hve miklu er bætt við / dregið frá þegar plús / mínus hnapparnir eru notaðir við tímaskráningar.
Þessi stilling á einungis við notendur sem ekki notast við stimpilklukku.
Hér er hægt að stilla hvenær og á hvaða dögum þú vilt fá áminningar um að skrá tímana þína.
Hægt er að breyta hvaða netfang þú notar fyrir aðganginn þinn.
Þessi aðgerð breytir þá einnig notendanafninu þínu
Slegið er inn nýja netfangið og núverandi lykilorð og smellt á ‘Vista’.
Að þessu loknu verður þú skráður út sjálfkrafa og færð svo tölvupóst með hlekk þar sem þú staðfestir breytinguna.
<aside> 💡
Ef þú færð ekki tölvupóst getur verið gott að athuga í Spam folder
</aside>
Eftir að þú hefur staðfest breytinguna ættir þú að geta skráð þig aftur inn í Verklag með nýja notendanafninu og sama lykilorði og áður.
Hér getur þú stillt tungumál og hvort þú viljir hafa dökkt eða ljóst þema í appinu.
Kerfið styður í dag eftirfarandi tungumál: